A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
25.05.2017 - 07:57 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

MARKAR UPPHAF FRAMKVÆMDA VIÐ DÝRAFJARÐARGÖNG

Það má segja að lagning strengsins marki upphaf framkvæmda við Dýrjafarðargöng og tengdra framkvæmda.
Það má segja að lagning strengsins marki upphaf framkvæmda við Dýrjafarðargöng og tengdra framkvæmda.

Í síðustu viku var fyrsta skóflustunga tekin að lagningu 11 kV háspennustrengs frá spennistöðinni á Skeiði í Dýrafirði inn að gangamunna Dýrafjaðrarganga. Til að byrja með mun strengurinn þjóna verktökum við Dýrafjarðagöng. Það má segja að lagning strengsins marki upphaf framkvæmda við Dýrjafarðargöng og tengdra framkvæmda.

Um er að ræða 11.5 km langan jarðstreng sem sinnir mikilvægu hlutverki vegna vinnubúða og framkvæmda í Dýrafjarðargöngum. Eftir að framkvæmdum við göngin lýkur verður strengurinn nýttur til að flytja raforku frá Mjólká að Þingeyri.

Í sömu framkvæmd verður sá hluti einfasa loftlínu, sem liggur frá Hvammi að Dýrafjarðarbrú fjarlægður, og nýr rafstrengur mun leysa loftlínuna af hólmi. Þá mun Neyðarlínan leggja ljósleiðara meðfram jarðstrengnum og því mun  íbúum á þessu svæði gefast kostur á tengingu við ljósleiðara innan tíðar.

Gámþjónusta Vestfjarða sér um framkvæmd verksins og Tækniþjónusta Vestfjarða mun sinna eftirliti.

Áætluð verklok eru í ágústmánuði á þessu ári.


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30