28.09.2016 - 08:51 | skutull.is,Vestfirska forlagið
Lilja Rafney efst hjá Vinstri grænum í Norðvesturkjördæmi
Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður varð efst í forvali Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Hún hlaut 328 atkvæði í fyrsta sæti, tuttugu atkvæðum meira en Bjarni Jónsson frá Sauðárkróki sem hlaut annað sætið. Í þriðja sæti varð Dagný Rósa Úlfarsdóttir kennari á Skagaströnd og í fjórða Lárus Ástmar Hannesson frá Stykkishólmi. Aðeins munaði 16 atkvæðum á þeim í þriðja sætið. Fimmta og sjötta sæti skipa Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði og Rúnar Gíslason úr Borgarnesi.
Atkvæði voru talin í forvali Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi í Borgarnesi. Alls voru 859 atkvæði greidd, þar af 787 gild atkvæði. Á kjörskrá voru 1102, sem jafngildir 78% kjörsókn. Kjörstjórn mun leggja tillögu að heildarlista á fundi á Hvanneyri næstkomandi fimmtudag kl. 20:00.
Þetta kemur fram á vefsíðu VG, og þar má sjá atkvæði frambjóðenda í einstök sæti.
Atkvæði voru talin í forvali Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi í Borgarnesi. Alls voru 859 atkvæði greidd, þar af 787 gild atkvæði. Á kjörskrá voru 1102, sem jafngildir 78% kjörsókn. Kjörstjórn mun leggja tillögu að heildarlista á fundi á Hvanneyri næstkomandi fimmtudag kl. 20:00.
Þetta kemur fram á vefsíðu VG, og þar má sjá atkvæði frambjóðenda í einstök sæti.