A A A
  • 1978 - Elín Soffía Pilkington
  • 1990 - Sólrún Arney Siggeirsdóttir
  • 1993 - Jónas Kristinn Jónasson
14.06.2012 - 08:29 | BIB

Leitað að næsta söngvara Höfrungs

Árviss söngvarakeppni Höfrungs á Þingeyri hefst í dag en aðalkeppnin fer fram á sunnudagskvöld.
Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.: bb.is
.
Leitað að næsta söngvara Höfrungs

Árviss söngvarakeppni Íþróttafélagsins Höfrungs á Þingeyri hefst í dag.

Verður sá háttur hafður á að þeir sem áhuga hafa, mæta kl. 20;00 í félagsheimilið og velja sér lag til að syngja.

Í tilkynningu er bent á að gott sé að taka með sér texta með því lagi sem viðkomandi ætlar að syngja. Að venju er keppninni skipt í þrjá aldursflokka, 10 ára og yngri, 11-16 ára og 17 ára og eldri Að þessu sinni mun tónlistarmaðurinn Guðmundur Hjaltason sjá um undirspil ásamt góðum félögum. Keppnin sjálf fer fram kl. 20:00 á sunnudagskvöld í félagsheimilinu.

Skráning verður á staðnum. Einnig er hægt að skrá sig hjá Guðrúnu Snæbjörgu Sigþórsdóttur í síma 866-4269
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31