Leikjanámskeið og knattspyrnuskóli á Þingeyri.
Kennarar skólans eru reyndir þjálfarar & íþróttakennarar. Skólastjóri er Bjarni Stefán Konráðsson, íþróttafræðingur og þjálfari. Sérstakir gestir skólans verða Hemmi Gunn knattspyrnuhetja og Lúka Kostic. Skráning og upplýsingar hjá Bjarna Stefáni í síma 695-4504 (bjarnist@mr.is), hjá Sigmundi í síma 863-4235 (sigmfth@simnet.is) eða hjá Ellerti Erni í síma 897-8636 (ellert@isafjordur.is). Munið að skrá tímalega!
Verð er 15.900.- krónur og er systkinaafsláttur 3.300.- krónur. Innifalið í gjaldinu er: Sjö æfingar og knattspyrnumót, fullt fæði og húsnæði (svefnpokagisting í Grunnskólanum), peysa, bakpoki, þátttökupeningur, fótbolti, frítt í sund, hæfileikakeppni o.fl., fræðsla fagmanna um knattspyrnuleg málefni og örugg gæsla allan sólarhinginn.
LEIKJANÁMSKEIÐ HÖFRUNGS 2008 HEFST ÞANN 9. JÚNÍ
Leikjanámskeið Höfrungs hefst mánudaginn 9.júní og skiptist í 3 námskeið.
Hvert námskeið stendur í tvær vikur.
1. námskeið hefst 9. júní - 20. júní.
2. námskeið hefst 23. júní - 4. júlí.
3. námskeið hefst 7. júlí - 18. júlí.
Námskeiðið er einn og hálfur tími í senn og skiptist þannig:
6-8 ára kl. 9.00 - 10.30
9-11 ára kl. 10.30 - 12.00
12-15 ára kl. 13.00 - 14.30.
Munið að taka með ykkur hollt og gott nesti. Mæting og skráning verður við Grunnskólann á Þingeyri.