A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
Dýrafjörður
Dýrafjörður
Rúmlega 1.500 manns hafa skráð sig í hóp á samskiptasíðunni Facebook sem hefur verið settur af stað til að berjast fyrir því að Dýrafjarðargöng verði sett aftur á áætlun. Hópurinn heitir Við krefjumst þess að Dýrafjarðargöng verði sett aftur á samgönguáætlun. Á síðunni segir: „Enn eina ferðina er lágmarkskrafa Vestfirðinga, um sómasamlegar samgönguleiðir, að engu höfð. Trekk í trekk hefur lausn á samgönguvandanum milli suður- og norðurfjarða Vestfjarða verið frestað, ýmist vegna þenslu í öðrum landshlutum eða, líkt og nú, vegna kreppu. Í nýrri samgönguáætlun hefur hinsvegar ekki verið hreyft við öðrum stórum og, í sumum tilfellum, nýrri verkefnum. Dýrafjarðargöngum hefur á sama tíma ekki aðeins verið frestað, heldur er verkefnið með öllu horfið af áætlun þar til annað kemur í ljós."

 

Þar segir einnig að tími sé kominn til aðgerða. „Vestfirðingar mega ekki lengur láta þetta yfir sig ganga. Ekkert mun reka í þessum málum á meðan lýst er yfir „vonbrigðum" með seinkun eða „hvatt" til uppbyggingar nýs vegar þarna á milli."

 

Fjölmargir hafa tjáð sig á vefnum og tekur yfirgnæfandi meirihluti þeirra undir mikilvægi öruggra heilsárssamganga á milli suður- og norðurfjarða Vestfjarða. Í einni athugasemdinni segir: „Byggðirnar sitt hvoru megin við þennan fjallgarð eru orðnar það fámennar að þjónustufyrirtæki eiga orðið erfitt uppdráttar sökum smæðar markaðsins. Göng myndu efla öll fyrirtæki á svæðinu, aðgengi ferðamanna batna með jákvæðum áhrifum á öll ferðaþjónustufyrirtækin á svæðinu. Svo má auðvitað velta því fyrir sér hvort það sé [...] eðlilegt að Vestfirðir sem hafa dregist aftur úr í uppbyggingu vega séu endalaust settir á bið. Fólk hér fær engan afslátt af sínum sköttum og hefur mátt þola eignaupptöku í áratugi vegna stjórnvaldsaðgerða eða stjórnvaldsaðgerðaleysis."

 

Nánari upplýsingar má finna á síðu hópsins.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31