A A A
  • 1978 - Elín Soffía Pilkington
  • 1990 - Sólrún Arney Siggeirsdóttir
  • 1993 - Jónas Kristinn Jónasson
16.06.2011 - 12:15 | bb.is

Jón Sigurðsson á frímerki

Íslandspóstur gefur út frímerki með Jóni Sigurðssyni á morgun.
Íslandspóstur gefur út frímerki með Jóni Sigurðssyni á morgun.
Íslandspóstur gefur út frímerki með Jóni Sigurðssyni á morgun, 17. júní, í tilefni þess að þann dag verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns. Afmælisnefnd, sem forsætisráðherra skipaði, fór þess á leit við Íslandspóst að minnast afmælisins með frímerkjaútgáfu. Íslandspóstur varð við þessari beiðni enda hafi frímerki verið gefin út á 100 ára og 150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Efnt til samkeppni um frímerkjahönnun í samstarfi við Félag íslenskra teiknara (FÍT). Fyrstu verðlaun hlaut Borgar Hjörleifur Árnason.

„Nafn Jóns Sigurðssonar forseta er órjúfanlega tengt stofnun þjóðríkis á Íslandi. Hann hóf friðsama baráttu fyrir pólitísku og efnahagslegu sjálfstæði Íslands um miðja 19. öld og bar höfuð og herðar yfir samtímamenn sína sem foringi Íslendinga," segir í tilkynningu frá Íslandspósti.

 

Þar sem útgáfudag frímerkjanna ber upp á Þjóðhátíðardaginn verður Íslandspóstur með opið pósthús þann 17. júní á Hrafnseyrarhátíð, að Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

Um er að ræða annars vegar, svokallaða smáörk með tveimur frímerkjum - Jón yngri og eldri, og hins vegar, stök frímerki í örkum með 10 frímerkjum, sömuleiðis Jón yngri og eldri.

« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31