A A A
  • 1981 - Gunnar Jakob LÝnason
  • 1985 - Helgi SnŠr Ragnarsson
26.07.2016 - 19:47 | skutull.is,Vestfirska forlagi­

═safjar­arbŠr ver­ur sÚrstakur gestur ReykjavÝkur ß menningarnˇtt

Kannski konur ˙r ═safjar­arbŠ fj÷menni ß peysuf÷tunum ß Menningarnˇtt Ý ReykjavÝk?
Kannski konur ˙r ═safjar­arbŠ fj÷menni ß peysuf÷tunum ß Menningarnˇtt Ý ReykjavÝk?
Þann 20. ágúst næstkomandi mun Ísafjarðarbær verða gestasveitarfélag Reykjavíkurborgar á Menningarnótt. Svo sem kunnugt er, þá á Ísafjarðarbær 150 ára afmæli á árinu, sem sveitarfélag með lýðræðislega kjörna bæjarstjórn. Af þessu tilefni munu Ísfirðingar fá að láta ljós sitt skína á jarðhæð ráðhúss Reykjavíkur við Tjörnina hátíðardaginn, laugardaginn 20. ágúst og verða með opið frá klukkan 13 til 18.

Bæjaryfirvöld leita nú til íbúa úr Ísafjarðarbæ, núverandi og brottfluttra, að gefa kost á sér með sýningum, kynningum, tónlistaratriðum eða hverju öðru sem þeir telja geta verið áhugavert og viðeigandi undir merkjum íbúa Ísafjarðarbæjar á Menningarnótt. Verður megin áherslan lögð á listafólk og atvinnulíf, en allar hugmyndir eru vel þegnar að sögn Gísla H. Halldórssonar bæjarstjóra.

Ísafjarðarbær hvetur þá sem eiga tök á að vera með áhugaverð atriði til að hafa samband við Magneu Garðarsdóttur hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða (magnea@atvest.is), en hún mun halda utan um nöfn áhugasamra og framsettar hugmyndir þeirra. Gott er að láta fylgja stutta lýsingu á verkefni og hvað þarf til að láta það verða að veruleika. Í ráðhúsinu verður kostur á sviði og hljóðkerfi og starfsfólk Höfuðborgarstofu mun verða okkur innan handar með uppsetningu verkefna.
« Mars »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31