04.03.2015 - 07:20 | BIB,Hallgrímur Sveinsson
		
	Hvað gerði Matti Bjarna?
Þegar Matthías Bjarnason var viðskiptaráðherra 1986, veitti hann bönkunum harðar átölur vegna hækkana þeirra á þjónustugjöldum.  Hann harðbannaði þeim að hækka þau gjöld á almenning. Þetta var 19. marz. Þá kom verkalýðsforystan og færði kallinum blómvönd. 
Spurning hvort ekki megi gera það oftar þegar ráðherrar gera eitthvað af viti! 
(Sjá Örnólfur Árnason: Járnkarlinn, bls. 231)


 
		 
		
















