A A A
  • 1926 - Jökull Sigtryggsson
  • 1946 - Katrín Eiríksdóttir
  • 1979 - Sólveig Eirný Sveinsdóttir
17.10.2018 - 12:00 |

Hús á ferð og flugi

Flestir Dýrfirðingar kannast við húsið að Brekkugötu 5, en fyrrum forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson dvaldist þar mikið á æskuárum sínum. Árið 2008 kviknaði í húsinu og stóð það óhreyft í 6 ár, þangað til ísfirski smiðurinn Magnús Alfreðsson og kona hans Áslaug Helgudóttir keyptu það í þeim tilgangi að gera það upp.

 

Þótti þeim húsið standa óþarflega mikið út á götuna svo Magnús brá á það ráð að steypa nýjar undirstöður undir það, tveim metrum frá götunni. Á dögunum var svo kranabíll fenginn til að færa það. Íbúar sýndu þessu mikinn áhuga þó framkvæmdin stæði yfir á miðjum vinnudegi. Við vorum umkringt nágrönnum hússins og öðrum áhugasömum íbúum á Þingeyri. Það sem meira er þá stukku fram aðstoðarmenn sem hjálpuðu við að stýra húsinu ofan á nýja staðinn sagði Áslaug í samtali við Þingeyrarvefinn. Það voru margir sem gáfu sig á tal við okkur eftir flutninginn, sem lýstu yfir ánægju og áhuga fyrir verkefninu

 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem húsið er fært til. Það stóð nefnilega fyrstu árin að Lækjarósi og var flutt yfir fjörðinn fyrir rúmlega 100 árum.

Við þökkum þeim Áslaugu og Níelsi kærlega fyrir myndirnar.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30