A A A
  • 2012 - Freyja Dís Hjaltadóttir
28.09.2014 - 07:18 | Hrútavinafélagið Örvar

Hrútavinir á ferð til Raufarhafnar

Komið verður við á Hvanneyri hjá Dýrfirðingnum Bjarna Guðmundssyni.
Komið verður við á Hvanneyri hjá Dýrfirðingnum Bjarna Guðmundssyni.
« 1 af 3 »

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi efnir til rútuferðar á Hrútadaginn mikla á Raufarhöfn sem er hátíðlegur haldinn laugardaginn 4. október 2014.  Ferðin í heild verða 4 dagar  2. okt – 5. okt.

Með í för verður sauðurinn Gorbi frá Brúnastöðum sem mun setjast að á forystufjársafninu á Svalbarði í Þistilfirði. Góð þátttaka er í ferðina og lagt verður upp frá Stað á Eyrarbakka fimmtudaginn 2. okt. n.k. klukkan 8 að morgni með rútu frá Allrahanda.

Komið verður við á Höfða í höfuðborginni. Síðan á höfuðstöðum héraðanna á leiðinni og blásið til umræðu og hátíðahalda um sauðkindina og vitsmuni forystufjárins . Þar á meðal; Hvanneyri, Bifröst,  Staðarskála í Hrútafirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Hólum í Hjaltadal, Hofi á Akureyri, Laufási, Húsavík, Kópaskeri, Raufarhöfn og Svalbarði í Þistilfirði og víðar.

Góðir leiðsögumenn verða með í ferðinni og margt gert sér til skemmtunar með fólkinu í landinu.

Fararstjórar verða:
Guðni Ágústsson, Níels Árni Lund og Björn Ingi Bjarnason 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30