13.10.2010 - 12:40 | bb.is
Hreinskiptin samskipti á íbúafundi
Eins og greint hefur verið frá telja samtökin Átak ekki ástæðu til að stofna sér hverfaráð fyrir Þingeyri, þar sem þau geti tekið að sér hlutverk þess hverfisráðs sem annars þyrfti að stofna fyrir svæðið. Eiríkur segir líklegt að svo verði en ekki hafi verið tekin ákvörðun um það að svo stöddu. „Fulltrúi bæjaryfirvalda mun funda með samtökunum þegar drög að stofnun hverfaráða hafa verið kynnt fyrir öllum íbúasamtökunum í sveitarfélaginu. Það er mjög líklegt að Átak verði þessi hverfasamtök á Þingeyri sem við erum að fella inn í stjórnskipulag bæjarins. Það er mikill vilji fyrir því meðal forystumanna samtakanna."
Samskonar fundur verður haldinn í Félagsbæ á Flateyri klukkan 20 í kvöld og skora bæjaryfirvöld á alla Önfirðinga að mæta á fundinn, fá upplýsingar um fyrirhuguð hverfaráð og koma sínum áherslum á framfæri.