A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
Halldór Gislason er nýbakaður liðsstjóri slökkviliðsins á Þingeyri.
Halldór Gislason er nýbakaður liðsstjóri slökkviliðsins á Þingeyri.

Halldór Gislason er nýbakaður liðsstjóri slökkviliðsins á Þingeyri.

   -Hverjir eru í liðinu með þér, Halldór?

   -Það eru Danni, Haukur Jón í Hólum, Alex bróðir, Wouter, Jóhann hennar Ragnheiðar, Daríus, Sigmundur og Hákon.

 

   -Sem sagt ekkert kvenfólk?

   -Við erum að leita að fleiri liðsmönnum og þar á meðal kvenmönnum. Þær eiga svo sannarlega heima þar.

 

   -Hvert er starfssvæði slökkviliðsins á Þingeyri?

  -Það nær frá Langanesi í Arnarfirði og alla leið að Ingjaldssandi.

   Slökkviliðsstjórinn á Ísafirði er svo okkar yfirmaður.

  -Bera menn ekki einhverja titla í liðinu?

  - Það eru reykkafarar, stigamenn, dælumaður og ökumenn.

  -Hvað á maður að gera ef kemur upp eldur?

  -Hringja í 112, neyðarlínuna. Þá fæ ég símhringingu og liðsmennirnir SMS frá Svæðisstjórn. Svo má ekki gleyma brunaboðanum á Ráðhúsinu.

 

  -Þið hafið verið að æfa ykkur undanfarið.

  -Já, brunahanaæfing og slönguæfingar hafa verið í gangi. Svo er allsherjaræfing framundan.

 

  -Þið eruð semsagt alltaf á vaktinni og alltaf tilbúnir?

  -Já, já. Það fylgir þessu heilmikil ábyrgð. Við þurfum alltaf að vera viðbúnir eins og skátarnir!

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30