A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
18.07.2017 - 13:56 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Emil Ragnar Hjartarson,Björn Ingi Bjarnason

Héraðsmót að Núpi í Dýrafirði

Myndin sýnir skrúðgöngu íþróttafólks og annarra þátttakenda árið 1944 að Núpi í Dýrafirði. Ljósm.: Safn Emils R. Hjartarsonar.
Myndin sýnir skrúðgöngu íþróttafólks og annarra þátttakenda árið 1944 að Núpi í Dýrafirði. Ljósm.: Safn Emils R. Hjartarsonar.
« 1 af 5 »

Saga héraðsmóta á Núpi nær aftur til ársins 1943 þegar það fyrsta var haldið. Umf Vorblóm á Ingjaldssandi sigraði í stigakeppni mótsins þrjú fyrstu árin. Félagið tefldi fram görpum eins og bræðrunum á Brekku, Kristjáni og Ragnari, Guðna á Sæbóli og Sigurvin á Sæbóli sem vann allar greinar sem hann tók þátt í.

Umf Sautjándi júní í Auðkúluhreppi vann jafn oft og urðu keppendur þess félags einu sinni að ganga yfir Hrafnseyrarheiði til að komast á mótið. Af þeirra keppendum man ég eftir bræðrunum frá Hokinsdal, Guðbjarti og Þorleifi, systrunum frá Lokinhömrum; Sigríði og Aniku og bræðrunum Ólafi og Njáli frá Auðkúlu.

Umf Gísli. Súrsson úr Haukadal vann mótið a.m.k. einu sinni. Þar fór fremstur Svavar Helgason. Nú eru þessar sveitir að mestu í eyði. Þorpin þrjú skiptust svo á að vinna stigakeppnina---Stefnir í Súgandafirði vann til eignar skjöldinn mikla og fagra sem var listaverk eftir Ríkharð Jónsson, myndskera.

Þetta hétu héraðsmót, ekki íþróttamót þó íþróttir hafi verið fyrirferðarmestar. Héraðsmótin stóðu frá föstudagskvöldi til aðfaranætur mánudags með fjölbreyttri kvölddagskrá og dansi.

Þessi þáttur menningar í Vestur-Ísafjarðarsýslu má ekki gleymast. Enn er tími til að skrá sögu hans og væri verðugt verkefni sagnfræðinga í hópi heimamanna. Það er ekki of seint að byrja.

Myndin sýnir skrúðgöngu íþróttafólks og annarra þátttakenda árið 1944 , gengið er til gamla vallarins sem var neðan þjóðvegar niður undan Skrúð á að giska.

Næstar fánabera ganga stúlkur sem sýndu fimleika--líklega undir stjórn Bjarna Bachmann íþróttakennara.

 

Af Facebook-síðu Emils R. Hjartarsonar.


« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31