A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
18.07.2017 - 07:08 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

HLAUPAHÁTÍÐ Á VESTFJÖRÐUM 2017

Frá Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2017. Ljósm.: Ágúst Atlason.
Frá Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2017. Ljósm.: Ágúst Atlason.
« 1 af 2 »

Hlaupahátíð á Vestfjörðum var nú haldin í níunda sinn en hún hófst á föstudag með sjósundi en þar var keppt í 500 og 1500 m sundi. Keppendur voru 29 talsins og voru sigurvegarar þau Margrét J Magnúsdóttir í 1500 m og Jakob Daníelsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir í 500 m.

Hátíðin hélt svo áfram um kvöldið þegar Arnarneshlaupið hófst með 21,1 km hlaupi og svo 10 km hlaupi. Þar voru 111 kempur sem skiluðu sér í mark og voru sigurvegarar í 21,1 km hlaupinu Rúnar Sigurðsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Í 10 km hlaupinu voru það þau Ólafur Austmann Þorbjörnsson og Sonja Sif Jóhannsdóttir sem stóðu uppi sem sigurvegarar.

Rjómablíða var á föstudaginn og skapaðist mikil og góð stemning á Silfurtorginu þegar keppendur komu í markið.

Hátíðin hélt svo áfram á laugardaginn en hún hófst á 55 km Vesturgötuhjólreiðum en þá hjóla keppendur frá Þingeyri, upp Kirkjubólsdal, yfir Álftamýrarheiði , út Arnarfjörð og inn Dýrafjörð að Þingeyri aftur.

Keppnin í ár var einnig Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og voru það 137 keppendur sem lögðu af stað í þessa þrekraun.

Það var mikill endasprettur hjá körlunum sem endaði á því að Ingvar Ómarsson stóð uppi sem sigurvegari eftir harða keppni við Hafstein Ægir Geirsson. Sigurvegari í kvennaflokki var svo Hrönn Ólína Jörundsdóttir.

Á meðan að hjólreiðakeppnin var þá var skemmtidagskrá á Þingeyri fyrir fjölskylduna. Þar voru 8 km skemmtihjólreiðar og 2 og 4 km skemmtiskokk. Reynt var  að sníða að yngri kynslóðinni og fengu allir glaðning þegar komið var í mark. Einnig var boðið upp á hópjóga sem var haldið í íþróttahúsinu á Þingeyri og var mikil þátttaka þar. Vöfflur voru bakaðar og eitthvað fyrir alla meðan beðið var eftir fulorðna fólkinu í hjólreiðunum.

Sunnudagurinn hófst svo með Vesturgötuhlaupi en keppendur í 45 km hlaupinu voru ræstir klukkan 8 frá Þingeyri.  Þeir hlaupu svo sömu leið og hjólreiðamennirnir fóru á laugardeginum nema að markið var á Sveinseyri. Sigurvegarar voru Gunnar Atli Fríðuson og Sigrún Sigurðardóttir en Sigrún setti nýtt brautarmet hjá konum. 24 km hlaupið hófst kl 11 en það hlaup hefst í Stapadal. Þar voru sigurvegarar Valur Þór Kristjánsson og Ingveldur Hafdís Karlsdóttir. Sigurvegarar í 10 km hlaupinu voru þau Pétur Tryggvi Pétursson og Kristrún Guðnadóttir.

Veðrið í Vesturgötuhlaupinu var vægast sagt ekki spennandi, mikið rok og grenjandi rigning en keppendur létu það ekki á sig fá. Flestir voru drullugir upp fyrir haus og rennandi blautir. Einhverjir hefðu viljað vera með sundgleraugu en allir ánægðir að komast í mark og hlýja sér.  Kaffi og kleinur og allskyns góðgæti biðu keppenda í markinu og gátu allir hlýjað sér í heitum rútum og tjaldi. Alger metþátttaka var í Vesturgötunni  en alls kláruðu 211 hlauparar.

Hátíðin hefur reynt að halda henni vestfirskri og eru nánast öll verðlaunin héðan af svæðinu. Það voru kayakferðir frá Borea, Siglingar með Vesturferðum, föt frá Craftsport, gisting á Hótel Ísafirði, vettlingar og ullarpeysur frá Þingeyri, salt úr Reykjanesi, súkkulaði úr Súðavík, vestfirskar bækur, harðfiskur, mjólkurvörur frá Örnu í Bolungarvík og matur á Tjöruhúsinu. Einnig er fjöldinn allur af útdráttarvinningum frá fyrirtækjum hér í bænum og eru aðstandendur hátíðarinnar mjög þakklát fyrir þennan  stuðning því annars væri ekki mögulegt að halda hátíð sem þessa. Samtals voru þátttakendur um 600 og margir tóku þátt í fleiri en einni grein.

Forsvarsmenn hátíðarinnar eru afar ánægðir með hvernig til tókst og vilja koma þakklæti til stuðningsaðila sem voru: Ametyst, Arna laktósafríar mjólkurvörur, Bakarinn, Borea, Bryggjukaffi, Bræðraborg, Dress up games, Edinborg bístró cafe bar, Efnalaugin Albert, Didda og Kalli, Einarshús, Eymundsson, Fótaaðgerðastofan Silfá, Gamla bakaríið, Gústi productions, Hamraborg, Hárstofan María, Heilsusetur Stebba, Hótel Sandafell, Húsasmiðjan, Húsið, Ísafjarðarbíó, Jakob Valgeir, Jóga Ísafjörður, Jón Ingi Guðmundsson, Jón og Gunna, Kaupmaðurinn, Klæðakot, Lyfja, Melrakkasetrið, O design, Rammagerðin, Samskip, Simbahöllin, Snerpa, Snyrtistofan Mánagull, tnyrtistofan Punt, Thai Tawee, Tjöruhúsið, Verksmiðjan, Verslunar Geiri, Vesturferðir og Þristur.

Fleiri myndir má skoða á facebooksíðu hátíðarinnar en það voru þeir Ágúst Atlason og Ásgeir Helgi Þrastarson sem mynduðu keppendur.



« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30