A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
16.03.2016 - 06:50 | Vestfirska forlagið

Gvendardagur er 16. mars

Gyllir ÍS 261 við bryggju á Flateyri. Skipið er 40 ára í dag.  Í fjörunni stendur Flateyringurinn/Eyrbekkingurinn Júlía B. Björnsdóttir. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Gyllir ÍS 261 við bryggju á Flateyri. Skipið er 40 ára í dag. Í fjörunni stendur Flateyringurinn/Eyrbekkingurinn Júlía B. Björnsdóttir. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
« 1 af 2 »

Gvendardagur er 16. mars. Þá lést Guðmundur góði Arason Hólabiskup árið 1237. Guðmundar- eða Gvendardagur varð messudagur í Hólabiskupsdæmi ári 1315 þegar bein hans voru tekin upp.

Mikil helgi var á Guðmundi meðan katólska entist þótt hann væri aldrei lýstur helgur maður opinberlega, og eimdi lengi eftir af dýrkun hans, einkum á norðanverðum Vestfjörðum þar sem heimildir eru um nokkurt tilhald á messudegi Guðmundar allt fram á 20. öld.

Sunnanlands var gert ráð fyrir veðrabrigðum til hins verra þennan dag eða Geirþrúðardag daginn eftir, og jafnvel talið ills viti ef það brást.

Á síðasta fjórðungi 20. aldar var á Flateyri horft til Gvendardags sem mikils happadags í Önundarfirði eftir að skuttogarinn Gyllir ÍS 261 kom í fyrsta sinn til Flateyrar á Gvendardegi 16. mars 1976. Það var Útgerðarfélag Flateyrar hf. sem átti Gylli en það félag var dótturfélag Hjálms hf. á Flateyri sem var stofnaður þann 22. september 1968.

Gyllir heitir nú Stefnir ÍS- 28 og er gerður út frá Ísafirði og er 40 ára í dag - 16. mars 2016.

Nafnið Hjálmur var samþykkt á stofnfundi Hjálms hf. eftir tillögu Eysteins G. Gíslasonar fyrrum kennara á Flateyri. Í greinargerð með tillögu sinni benti Eysteinn á að “Hjálmur” væri vörn mikilvægasta líkamshlutarins og fyrirtæki sem þetta væri slíkt hið sama fyrir byggðarlag eins og Flateyri og Önundarfjörð. Fyrir væru nöfn félaga á Flateyri í sama dúr svo sem “Verkalýðsfélagið Skjöldur” og “Kvenfélagið Brynja.” Þessi tillaga var samþykkt með lófaklappi þó ágæt tillaga að öðru nafn hafi legið fyrir stofnfundinum í upphafi frá fundarboðendum.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30