A A A
  • 1986 - varð kjarnorkuslysið í Tsjernóbyl
16.03.2017 - 10:52 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

Gvendardagur - 16. mars

Stytta af Guðmundi góða á Hólum í Hjaltadal.
Stytta af Guðmundi góða á Hólum í Hjaltadal.
« 1 af 2 »
GVENDARDAGUR er í dag 16. mars, en þann dag árið 1237 lést Guðmundur góði Arason Hólabiskup.

Guðmundar- eða Gvendardagur varð messudagur í Hólabiskupsdæmi árið 1315 þegar bein hans voru tekin upp. Mikil helgi var á Guðmundi meðan katólska entist þótt hann væri aldrei lýstur helgur maður opinberlega. Hann fæddist árið 1161 og varð biskup á Hólum árið 1203.

Guðmundur mátti ekkert aumt sjá og safnaðist löngum að honum tötralýður. Hann lenti því brátt í deilum við höfðingja norðanlands, einkum fyrir þá sök að þeim þótti hann fara ógætilega með fé Hólastóls. Þrásinnis var hann flæmdur af staðnum og flakkaði þá um landið með herskara fátækra í för með sér. Af þessum sökum hlaut hann viðurnefnið góði.

Þá var talið vita á gott vor ef veður var vont á Gvendardag og Geirþrúðardag, sem er á morgun segir m.a. í Sögu Daganna.

Þjóðsagan segir að Guðmundur biskup góði hafi tekið að vígja Drangey, vegna þess hve margir höfðu farist þar með sviplegum hætti. En þegar hann var langt kominn að vígja allt bjargið kom loppa út úr bjarginu og bað vætturin Guðmund hætta vígslunni vegna þess að einhvers staðar yrðu vondir að vera. Er það algengt máltæki síðan. Skildi hann þá hluta af bjarginu eftir óvígðan og heitir það Heiðnabjarg og er aldrei sigið í það.


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30