A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
Ein frægasata hvalveiðisögumynd sem til er. Á Framnesi og sér til Þingeyrar. Aftari röð f.v.: Lauritz Berg hvalfangari á Framnesi, Hannes Hafstein sýslumaður Ísfirðinga síðar alþingismaður og ráðherra Íslands og Hans Ellefsen hvalfangari á Sólbakka í Önundarfirði.
Ein frægasata hvalveiðisögumynd sem til er. Á Framnesi og sér til Þingeyrar. Aftari röð f.v.: Lauritz Berg hvalfangari á Framnesi, Hannes Hafstein sýslumaður Ísfirðinga síðar alþingismaður og ráðherra Íslands og Hans Ellefsen hvalfangari á Sólbakka í Önundarfirði.
Fornminjasjóður veitti nýlega styrk til verkefnisins „Hvalveiðar Norðmanna á Vestfjörðum á 19. öld”.

Verkefnið er hluti af rannsóknum Ragnars Edvardssonar, fornleifafræðings hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum, á umfangi og eðli hvalveiða erlendra manna við Vestfirði. Sérstök áhersla er á að kanna áhrif hvalveiðimannanna á íslenskt samfélag og hvaða ástæður liggja að baki því að Íslendingar hófu ekki hvalveiðar í atvinnuskyni strax á 17. öld þar sem að lýsi var eftirsótt ljósmeti og hefði getað verið mikilvæg viðbót við íslenskan efnahag. 


Íslendingar stunduðu ekki hvalveiðar að neinu marki fyrr en komið var fram á 20. öld en við upphaf 17. aldar komu erlendir hvalveiðimenn til landsins, þá aðallega Hollendingar og Baskar. Hvalveiðimenn reistu landstöðvar á Ströndum og stunduðu þaðan hvalveiðar í atvinnuskyni fram til loka 17. aldar. Hvalveiðar í atvinnuskyni á Íslandi lögðust af um 1700 en hófust aftur á seinni hluta 19. aldar með tilkomu norskra hvalveiðimanna sem reistu átta hvalveiðistöðvar á Vestfjörðum og Austfjörðum og stunduðu hvalveiðar fram til 1913. 

Styrkurinn úr Fornminjasjóði verður nýttur til að kortleggja minjar við norskar hvalveiðistöðvar bæði á landi og neðansjávar. 
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31