A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
09.10.2009 - 11:08 | bb.is

Ferðaþjónusta í Dýrafirði eflist

Víkingaskipið Vésteinn var sjósett í sumar og sigldi með ferðamenn um Dýrafjörð.
Víkingaskipið Vésteinn var sjósett í sumar og sigldi með ferðamenn um Dýrafjörð.

Töluverð aukning varð í komum ferðamanna til Dýrafjarðar í sumar. Aðstandendur verkefnisins „Víkingar á Vestfjörðum" og ferðaþjónar á svæðinu tóku höndum saman í byrjun sumar og fóru ýmsar leiðir til að geta boðið ferðafólk velkomið. „Við eigum eftir að fara yfir sumarið en það var töluverður straumur af fólki. Svo tókust Dýrafjarðardagar með eindæmum vel en um 1000 manns sóttu hátíðina", segir Þórhallur Arason hjá Víkingum á Vestfjörðum. Undanfarin ár hefur verið unnið að uppbyggingu víkingasvæðis á Þingeyri auk þess sem ferðaþjónustan hefur eflst.

„Stærðin á tjaldsvæðinu var tvöfölduð í sumar þótt sú stækkun komi ekki að notum fyrr en næsta sumar, það voru þrír veitingastaðir starfræktir auk hótelsins á Núpi og salernisaðstaðan á víkingasvæðinu var bætt sem gagnast tjaldsvæðinu einnig. Svo sigldi víkingaskipið Vésteinn með ferðamenn í firðinum. Við erum að komast upp á hnén í þessum málum og vonum að þetta sé byrjun á vexti ferðaþjónustunnar á svæðinu", segir Þórhallur.

Samtök ferðaþjónustuaðila á svæðinu, Þróunarfélag Dýrafjarðar, tóku sameiginlega á auglýsingamálum til að ná fram samlegðaráhrifum „.Ákveðið var að auglýsa heildrænt þá þjónustu og afþreyingu sem býðst í Dýrafirði. Þessir þættir spila allir saman og sem dæmi er hér góður golfvöllur, hestaleiga, tjaldsvæði og víkingasvæði. Ferðamönnum stendur því ýmislegt til boða", segir Þórhallur.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31