A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
01.04.2016 - 21:54 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Ferðamannaokrið: - Inniskór til leigu

Svona líta inniskórnir út sem fást á 595,- kr. parið í Rúmfatalagernum.
Svona líta inniskórnir út sem fást á 595,- kr. parið í Rúmfatalagernum.
« 1 af 2 »

Í nágrenni Reykjavíkur er rekinn baðstaður nokkur. Þegar inn er komið, mætir baðgestinum skelfilegur peningaveggur og plokkun. Við höfum að vísu ekki þrek til að nefna nema eitt atriði á verðskrá staðarins að sinni. Það er svokölluð leiga á inniskóm.  Leigan á þeim er 1,500 kr. Fimmtán hundruð krónur íslenskar. Við skoðuðum verðskrána hjá Rúmfatalagernum yfir inniskó. Inniskórnir á meðf. myndum kosta 595 kr. parið út úr búðinni. Væntanlega framleiddir af þrælum.

   Nú er að rifja upp margföldunartöfluna. Og minnast þess í leiðinni í tilefni dagsins, hvað Valdimar á Mýrum sagði við Jón Gnarr er hann var viðloðandi á Núpi: Þú verður aldrei að manni nema þú kunnir margöldunartöfluna. Jón lét sér það að kenningu verða og fór til Þrastar Sigtryggssonar og bað hann að hlýða sér yfir töfluna. Fer engum sögum af þeirri yfirheyrslu.

   Eftir þennan útúrdúr og upprifjun marföldunartöflunnar sjáum við í hendi okkar að leigan á  einum skóm á dag yfir árið er 547,500 kr.

   Séu 5 pör í útleigu á dag gerir það 2.737,500 kr. yfir árið.

   Séu 100 pör í útleigu á dag gerir það svo mikið sem 54,750,000 kr. –fimmtíu og fjórar milljónir sjöhundruð og fimmtíu þúsund krónur­.

   Umræddur baðstaður rúmar 700 manns í einu. Þangað koma mörg þúsund gestir á dag. Spurning er hve margir þeirra leigja sér inniskó. Kannski 1000? 547,500,000 – fimm hundruð fjörutíu og sjö milljónir og fimm hundruð þúsund  í kassann á ársgrundvelli með virðisaukaskatti eins og þeir segja.

   Þessar tölur eru birtar hér með öllum fyrirvörum. En þær eru í rauninni alveg skelfilegar hvernig sem á er litið. Já, dýr mundi Hafliði allur. En ef lesendur trúa ekki sínum eigin augum, biðjum við þá vinsamlegast að rifja upp margföldunartöfluna með okkur. 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31