A A A
  • 2012 - Freyja Dís Hjaltadóttir
22.07.2016 - 06:43 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Fari það í helvíti, Halli minn!

Jón Þorsteinn Sigurðsson, Nonni rebbi.
Jón Þorsteinn Sigurðsson, Nonni rebbi.

Jón Þorsteinn Sigurðsson, Nonni rebbi eða bara Jón refur, refaskytta á Þingeyri með meiru, var einn af þessum ógleymanlegu, vestfirsku karakterum. Hann átti í rauninni engan sinn líka. Enda gerði maður sér far um að hitta hann og ræða um landsins gagn og nauðsynjar hvenær sem kostur var. Þar kom maður aldrei að tómum kofanum. Og ekki minnist ég þess að hann hafi nokkurn tíma hallmælt eða talað illa um náungann í þeim samtölum.

   Fyrir all mörgum árum voru þau Sigríður Ragnarsdóttir á Hrafnabjörgum og Sigurjón G. Jónasson á Lokinhömrum orðin einu íbúarnir í Lokinhamradal í Arnarfirði. Bjuggu stórbúi á sitt hvorum bænum. Lokinhamraáin á milli bæjanna. Nú var það einhverju sinni, að við Nonni hittumst milli Gamla kaupfélagsins og Salthússins á Þingeyri. Tókum við tal saman eins og alltaf er við hittumst. Þetta var á þeim tíma sem Auðkúluhreppur var og hét.

Gamli rebbi tók svo til orða:

   „Sæll og blessaður, Halli minn. Hvað er að frétta að vestan úr hreppnum okkar, vinur?“

  „Oh, allt svona látlaust,“ svaraði ég í orðastað Söngvarans á Bíldudal.

  „Eru þau nokkuð flutt saman Sigurjón og Sigga í Lokinhamradal?“

 „Ekki það við vitum. Þú veist það nú, Nonni minn, að allir sem til þekkja segja að það verði líklega aldrei.“

„Fari það í helvíti, Halli minn. Ég væri löngu fluttur inn yfir ána,“ svaraði þá Jón Þorsteinn Sigurðsson. Og geta nú þeir sem þekktu þennan frábæra Vestfirðing ímyndað sér hvernig orðin hafa hljómað í framburði hans
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30