A A A
  • 1978 - Elín Soffía Pilkington
  • 1990 - Sólrún Arney Siggeirsdóttir
  • 1993 - Jónas Kristinn Jónasson
05.08.2015 - 22:06 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Einn góður úr Auðkúluhreppi

Þorbjörn bóndi á Ósi við hrútakofann. Ljósm.: Stefán Atli Ástvaldsson, Mjólkárvirkjun.
Þorbjörn bóndi á Ósi við hrútakofann. Ljósm.: Stefán Atli Ástvaldsson, Mjólkárvirkjun.

Glæpakvendi afgreitt


Í skammdeginu fyrir nokkrum árum hringdi síminn á Ósi í Mosdal í Arnarfirði hjá Þorbirni Péturssyni bónda. Í símanum var kona nokkur fyrir sunnan, hátt á sjötugsaldri, og bauðst hún til að verða ráðskona á Ósi og talaði líklega um sambúð. Kona þessi er fræg fyrir að hafa svikið og kjaftað milljónatugi út úr eldri mönnum, einkanlega bændum og einbúum.

       Bjössi og Þórunn spjölluðu í símann út og suður í langan tíma, um fjármál, sambúð og ráðskonustörf á Ósi. Þegar Bjössa fór að leiðast ágengni kerlingarinnar spurði hann óvænt:

       Heyrðu? Hvað ertu annars gömul, gæska?

       Sextíu og fimm ára, svarar Þórunn.

       Þá segir Bjössi:

       Þú ert allt of gömul fyrir mig. Þú hefðir getað reynt að tala við mig hefðir þú verið undir þrítugu!

           
     (Vestfirska forlagið: Úr vestfirska sagnaarfinum)

« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31