A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
Frá Dýrafirði. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Frá Dýrafirði. Ljósm.: Davíð Davíðsson.

Einmánuður, síðasti mánuður vetrar, hefst nú á þriðjudegi  20. til 26. mars en 10. mars til 16. mars í gamla stíl fyrir 1700. 

Fyrsti dagur einmánaðar er nefndur í elstu heimildum í tengslum við hreppssamkomu þar sem meðal annars var skipt fátækratíund. Síðar varð þessi dagur að heitdegi í Skagafirði, Eyjafirði og að nokkru í Þingeyjarsýslum. Samkomur, heitgjafir og helgihald héldust fyrsta dag einmánaðar þar til konungur bannaði heittdaginn 1744. Urðu embættismenn að ítreka það bann fram á 19. öld. 

Einmánuður er helgaður piltum og harpa stúlkum á sama hátt og húsbændur og húsfreyjur áttu þorra og góu. Fyrsti dagur einmánaðar hefur verið kallaður  “yngismannadagur”  á síðustu öldum, og áttu stúlkur að fagna honum. Sagt er að votur einmánuður boði gott vor. 

Þessi kviðlingur um einmánuð var allkunnur á Vestfjörðum: 

Einmánuður minn, minn
gakk þú í bæinn.
Vertu ekki úti í vindinum
vorlangan daginn. 


Til þess að vorið yrði gott þótti þetta besta veðráttan á útmánuðum eins og segir í eftirfarandi kviðlingi: 

Þurr skyldi þorri
þeysin góa
votur einmánuður
þá mun vel vora.

 

Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31