A A A
  • 1978 - Elín Soffía Pilkington
  • 1990 - Sólrún Arney Siggeirsdóttir
  • 1993 - Jónas Kristinn Jónasson
16.10.2013 - 18:04 | JÓH

EagleFjord flytur til Þingeyrar

Það verður líf og fjör á Víkingasvæðinu næsta sumar. Mynd: JÓH
Það verður líf og fjör á Víkingasvæðinu næsta sumar. Mynd: JÓH

Ferðaþjónustufyrirtækið EagleFjord hyggst flytja starfsemi sína frá Bíldudal til Þingeyrar fyrir næstkomandi sumar, þar sem ætlunin er að byggja upp frekari ferðaþjónustu í Dýrafirðinum. Til stendur að nýta Víkingasvæðið og hafa starfsemi þar alla daga yfir sumarið frá morgni til kvölds. Þema dagskrárinnar á Víkingasvæðinu verður í anda Gísla sögu Súrssonar en ýmis þjónusta verður einnig í boði. Má þar nefna minjagripasölu, leiksýningar, leiðsögn á söguslóðir, víkingaskóla og veitingar, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er ætlunin að sigla á víkingaskipinu Vésteini alla daga og renna fyrir fisk. Ferðaþjónustan Eaglefjord hefur verið starfrækt á Bíldudal frá árinu 2007 þar sem boðið hefur verið upp á sambærilega þjónustu og ætlunin er að veita á Þingeyri.

« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31