A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
28.01.2019 - 14:00 |

Dýrafjarðargöng á 4. viku 2019

Vinna við Dýrfjarðargöng gekk vel í vikunni, áfram var grafið í gegnum sama stórstuðlaða basaltlagið og síðustu viku. Vikuframvindan var 83,7 m, þar með er leggurinn Dýrafjarðarmeginn orðinn 658,8 m langur, samanlögð lengd ganga er 4.343,4 m eða 81,9% af heildarlengd, sem þýðir að nú er innan við 1 km að gegnumslagi, eða 957,6 m.

Vegagerðin potaðist ágætlega áfram í vikunni og nú er skammt í að fyllingin frá göngunum nái heim að vinnubúðasvæðinu, eins og sást ágætlega á myndum af Þingeyrarvefnum í vikunni.
Á miðvikudaginn var opnað yfir í Arnarfjörð til að flytja búnað og efni í frárennslislagnir.

Meðfylgjandi eru myndir úr Arnarfirði og svo úr blíðunni í Dýrafirði síðustu viku.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31