A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
06.02.2009 - 01:33 | bb.is

Aukin starfsemi í regnbogasilungseldi

Um níu tonn eru í eldinu. Mynd: JÓH
Um níu tonn eru í eldinu. Mynd: JÓH
„Það gengur bara ljómandi vel. Þetta fór í gang í nóvember og er ennþá á tilraunastigi en gengur samt eftir áætlun," segir Brynjar Gunnarsson hjá Dýrfiski, sem er með regnbogasilungseldi í Haukdalsbótinni í Dýrafirði. Hann segir 30-35 þúsund stykki vera í eldinu eða um níu tonn. Brynjar segir þá tölu aukast í sumar og vonast til að aflinn úr eldinu fari upp í áttatíu tonn í slátrun í haust, en um 340 þúsund stykki af seiðum bíða nú í Reykjavík, en þau komu útklakin frá Danmörku í desember og fara í kvíar í Dýrafirði í júní, júlí. Brynjar segist ekki viss hvert aflinn verður seldur eftir slátrun en segir mikinn markað fyrir regnbogasilung. Hann segir að skapast hafi góður markaður í Chile þegar samskonar eldi var sett upp þar og þar vanti fisk.

Brynjar segist starfa einn í Dýrafirði en fiskifræðingur frá Reykjavík sér um að koma fisknum af stað. Hann segir stefnuna að auka starfsemina í vor og skapast þá vonandi störf við slátrun og annað slíkt.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31