22.03.2016 - 14:16 | Vestfirska forlagið,bb.is
Átti ekki fyrir trúlofunarhringnum
Kristín var kjörkuð og glæsileg kona sem samkvæmt bestu heimildum eldaði hún oft grátt silfur við embættismenn, einkum lögregluna, og þótti talsvert frjálsleg í samskiptum sínum við karlpeninginn. Hún eignaðist þrjú börn með þremur körlum og giftist ekki fyrr en á seinni árum. Endurminningar hennar komu út 1961 og vöktu mikla athygli enda brautryðjandi um margt. Kristín lést árið 1968.
Hera sem er leikkona og leikskáld fyrir utan að vera langalangömmubarn Kristínar vinnur nú að því að setja upp leikverk um líf Kristínar og safnar því meiri heimildum. Heimili Kristínar brann í tvígang og þar með glötuðustu miklar heimildir en hugsanlega leynast frá henni bréf annars staðar. Hægt er að ná sambandi við Heru á facebooksíðu hennar.