A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
01.04.2012 - 13:15 | JÓH

Annað hefti af Basil fursta er komið út

Tekið við Basil fursta í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi.  F.v.: Glúmur Gylfason, Björn Ingi Bjarnason hjá Vestfirska forlaginu og Bjarni Harðarson, bóksali í Sunnlenska bókakaffinu. Ljósm.: Ásdís Ýr Aradóttir
Tekið við Basil fursta í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. F.v.: Glúmur Gylfason, Björn Ingi Bjarnason hjá Vestfirska forlaginu og Bjarni Harðarson, bóksali í Sunnlenska bókakaffinu. Ljósm.: Ásdís Ýr Aradóttir
« 1 af 2 »
Nú er 2. hefti af Basil fursta komið út. Það nefnist Ævintýri í næturklúbbi og má búast við að hvert heftið komi nú á fætur öðru. Enginn veit með neinni vissu hvaðan Basil fursti, konungur leynilögreglumanna, er ættaður. Munnmælasögur sögðu, að móðir hans hefði verið drottning einhvers ríkis í Evrópu. Enn aðrir halda því fram að hann hefði verið rússneskur aðalsmaður, nátengdur keisaranum. En hann var stórauðugur og ferðalöngun hans ótæmandi, enda hefur hann ferðast um flest lönd heims.

Furstinn er einstæðingur og liggur sú ástæða til þess er hér skal greina: Á unga aldri mun hann hafa elskað stúlku, sem brá heitum við hann. Um þetta er að vísu ekki til nein saga, en þetta kemur víða fram í ævintýrum hans.
Frægastur er furstinn fyrir skarpskyggni sína og hæfileika á því sviði að finna sökudólga, glæpamenn og glæpakvendi, sem gera samtíðarmönnum sínum illt eitt. Marga slíka menn hefur hann fundið, þegar lögreglan hafði alveg gefist upp. Hann er hraustur og fullhugi hinn mesti og af þeirri ástæðu er hann elskaður og virtur. Mörgum hefur hann hjálpað og leitt marga af glæpabrautinni.

Ekki má svo gleyma Sam Foxtrot, hinum trúa þjóni furstans, sem er bæði kraftajötunn og notalega kvenhollur! Hann kemur bráðum til sögunnar.

Sögurnar af Basil fursta eru í senn spennandi og skemmtilegar. Hvert hefti er sjálfstæð saga og kosta aðeins 950,- kr. Í þeim þérast allir, allt frá furstanum sjálfum til Sonju glæpakvendis og illvirkjans Rauða Jóns. Þar er enginn greinarmunur gerður.
"Ég tek yður fasta í laganna nafni", segir furstinn oft og þarf þá ekki að spyrja að leikslokum. Allir sem vilja kynna sér þéringar ættu að lesa Basil fursta.

Hafið þér lesið Basil fursta?

Vestfirska forlagið gefur heftin um Basil fursta út og þau er bæði hægt að kaupa í vefverslun forlagsins eða í Vestfirsku versluninni á Þingeyri.
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30