A A A
  • 1972 - Albert Már Eggertsson
17.11.2008 - 21:36 | HS

Á förnum vegi

Bjarni og Andrés. Mynd: Hallgrímur Sveinsson
Bjarni og Andrés. Mynd: Hallgrímur Sveinsson
Þessa tvo heiðursmenn hittum við þar sem þeir sátu á gjótkantinum fyrir neðan Bjarnaborg á Þingeyri og báru saman bækur sínar, í ágúst í sumar. Bjarni Georg Einarsson til vinstri og Andrés G. Jónasson til hægri. Þeir voru báðir meðal burðarása hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga þegar það var og hét. Bjarni, sem er til vinstri á myndinni, var verkstjóri í frystihúsinu og árum saman útgerðarstjóri. Andrés var verksmiðjustóri í Beinaverksmiðju félagsins í áratugi, en sú deild malaði félaginu ómælt gull í um 50 ár. Þeir félagar hafa báðir lifað tímana tvenna og þrenna í atvinnusögu Dýrafjarðar. Þeir eru báðir ungir í anda, bera aldurinn vel og húmorinn er enn á sínum stað.
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31