A A A
  • 1978 - Elín Soffía Pilkington
  • 1990 - Sólrún Arney Siggeirsdóttir
  • 1993 - Jónas Kristinn Jónasson
04.06.2015 - 20:38 | BIB,Fréttablaðið

4. júní 2013 - Hemmi Gunn fellur frá

Dýrfirðingurinn Hermann Gunnarsson hér í Haukadal.
Dýrfirðingurinn Hermann Gunnarsson hér í Haukadal.

Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn, lést þennan dag fyrir tveimur árum. Hemmi var landsþekktur skemmtikraftur og einn fremsti knattspyrnumaður Íslendinga á 20. öld. Hemmi spilaði með knattspyrnufélaginu Val auk þess sem hann spilaði með landsliði Íslands í fótbolta. Hemmi átti lengi metið yfir flest skoruð mörk í landsleikjum, allt til ársins 1995.

Síðar tók hann upp störf sem íþróttafréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu.

 

Eftir störf sín sem íþróttafréttamaður stýrði hann spjallþættinum Á tali með Hemma Gunn sem naut gífurlegra vinsælda. Hemmi var einnig mikill tónunnandi og listamaður en hann söng inn á margar hljómplötur, m.a. fræg dægurlög á borð við Einn dans við mig og Fallerí fallera.


Fréttablaðið 4. júní 2015

« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31