A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York

Tvær nýjar bækur um Jón forseta

Vestfirska forlagið gefur um þessar mundir út tvær nýjar bækur um Jón Sigurðsson.
Vestfirska forlagið gefur um þessar mundir út tvær nýjar bækur um Jón Sigurðsson.
Vestfirska forlagið sendir frá sér þessa dagana tvær bækur um þjóðhetjuna Jón Sigurðsson. Maður sem lánaðist nefnist önnur og inniheldur svolitla umfjöllun af ýmsu tagi handa íslenskri alþýðu um Jón forseta í tilefni tímamóta, í samantekt Hallgríms Sveinssonar. Fjallað er um uppruna og helstu áfanga á æviferli hans. Í tilkynningu segir um bókina: „Umsagnir samtíðarmanna eru áberandi, en ætla verður að þeir geti trútt um talað. Hverja ætti svo sem frekar að kalla til vitnisburðar um þennan óskason Íslands? Ýmislegt annað markvert og jafnvel smálegt, sem vel má rifja upp þessa dagana, ber á góma.

Gaman er að segja frá því, að svo þótti á tímum Jóns í sölum og samkvæmum þar sem hann var, að flestir hyrfu hjá honum, enda maðurinn geðþekkur og glæsilegur á velli, að sögn samtíðarmanna. Og á götum úti í Kaupmannahöfn, þar sem Jón var á ferli, námu menn staðar eða litu um öxl, ekki síst kvenfólkið, til þess að virða hann fyrir sér!"

 

We call him President er á ensku eftir sama höfund og fjallar einnig um Arnfirðinginn Jón forseta Sigurðsson. „Stutt og laggóð ævisaga í hnotskurn með mörgum ljósmyndum, þar á meðal öllum þeim myndum sem vitað er um af Jóni á ýmsum aldri. We call him President er einkum ætluð ferðamönnum," segir í tilkynningu. Haukur Ingason þýddi bókina.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31