Á afmæli Sjálfstæðisflokksins: Þá var Ólafur Thors reiður!
Þorsteinn E. Jónsson, flugmaður, var nafnkunnur maður á sinni tíð. Hann lærði til flugs í Englandi á seinni stríðsárunum. Þjónaði sem orustuflugmaður í breska flughernum Royal Air Force. Var í fremstu víglínu nánast allan tímann. Þorsteinn gaf út endurminningar sínar í tveimur bindum sem hann skrifaði sjálfur, Dansað í háloftunum og Viðburðarík flugmannsævi.
Ingibjörg var blíð, glaðlynd og ástrík
Þorsteinn kvæntist Margréti, dóttur Ólafs Thors og Ingibjargar Indriðadóttur, árið 1952. Bar hann mikla virðingu fyrir tengdaforeldrum sínum. Segir hann að Ingibjörg hafi verið ákaflega blíð, glaðlynd og ástrík kona. Ómetanleg stoð og stytta eiginmanns síns. Stjórnaði heimili þeirra af mikilli röggsemi og myndarskap. Hafði lag á að verja mann sinn óþarfa ágangi. Um Ólaf segir hann að eitt af því sem gerði hann svo vinsælan meðal almennings, hvar í flokki sem menn annars voru, hafi verið léttlyndið og kímnigáfan.
...Meira