A A A
  • 1926 - Jökull Sigtryggsson
  • 1946 - Katrín Eiríksdóttir
  • 1979 - Sólveig Eirný Sveinsdóttir
Raggi Bjarna og Hemmi Gunn staddir í kirkjugarðinum á Hrafnseyri forðum daga. Afi Ragga, séra Böðvar Bjarnason, var prestur þar í rúm 40 ár. Ljósm. H. S.
Raggi Bjarna og Hemmi Gunn staddir í kirkjugarðinum á Hrafnseyri forðum daga. Afi Ragga, séra Böðvar Bjarnason, var prestur þar í rúm 40 ár. Ljósm. H. S.

3. grein

„Sumargleðin skipar alveg sérstakan sess í lífi mínu enda hrinti ég henni af stað. Í 15 sumur ferðaðist ég um landið með einvalalið skemmtikrafta til að létta landsmönnum lundina með gríni, glensi og tónlist. Við héldum hátt í 600 skemmtanir á öllum þessum tíma. Ég held að ekki hafi fundist sú manneskja á öllu landinu sem ekki vissi hvað Sumargleðin var enda skemmtum við í hverri einustu sýslu við miklar vinsældir.

   Sumargleðin átti sér aðdraganda.  Árið 1971 heyrðust háværar raddir um að hérðasmót sjálfstæðimanna væru að renna sitt skeið á enda. Tímar voru breyttir og fólk hafði ekki lengur jafnmikinn áhuga á pólitískum ræðuhöldum  og áður – og allra síst þegar það var að fara út til að skemmta sér.

Sums staðar þar sem þingmenn þóttu ekki skemmtilegir ræðumenn steymdi fólkið út úr salnum um leið og þeir tóku til máls og síðan þusti það inn aftur þegar við komum með skemmtiatriði strax á eftir. Við Ómar vorum sammála um að í stað þess að vera með fólk á fleygiferð út úr salnum væri nær ð reyna að halda því inni – og til þess kunnum við ráð! Það var þá sem hugmyndin að Sumargleðinni kviknaði. Við sáum að skemmtun hlyti að ganga miklu betur ef við værum án stjórnmálamanna og ræðuhalda. Það kom líka á daginn að var rétt mat.

   Síðar, þegar ljóst var að héraðsmótin yrðu ekki haldin oftar, fór ég til Ómars og sagði:

   „Nú er ég að hugsa um að láta þetta verða að veruleika næsta sumar! Þú verður með, er það ekki?“ 

   Ómar var í fyrstu dálítið hikandi þegar á reyndi því að hann hafði í raun nóg að gera – en ákvað svo að slá til. Síðan gaf ég þessu fyrirbæri nafnið Sumargleðin.

   Í sjálfu sér má segja að héraðsmótin og Sumargleðin hafi runnið saman í eitt að stjórnmálunum frátöldum. Uppbyggingin var sú sama, fyrst skemmtiatriði, síðan dansleikur. Einnig var það nákvæmlega sami hópur hljóðfæraleikara og skemmtikrafta og fyrr sem fór af stað fullur bjartsýni í sumarbyrjun 1972  undir þessu nýja heiti.

                    (Eðvarð Ingólfsson: Lífssaga Ragga Bjarna, bls. 256-257. Bókaútg. Æskan 1992)


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30