A A A
  • 1928 - Unnur Hjrleifsdttir
08.04.2011 - 09:55 | Hallgrmur Sveinsson

jin arf a finna sjlfa sig aftur

Hvta Kolla. ann 17. jn 1995 fddust rr arungar hj henni Hvtu Kollu  arvarpinu  Hrafnseyri. Dnninn hennar var snjhvtur, sem er kaflega sjaldgft.
Hvta Kolla. ann 17. jn 1995 fddust rr arungar hj henni Hvtu Kollu arvarpinu Hrafnseyri. Dnninn hennar var snjhvtur, sem er kaflega sjaldgft.
Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps, heimasveit Jóns Sigurðssonar, var haldinn 3. apríl á Þingeyri. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru rædd ýmis mál sem snerta landbúnaðinn og þjóðmál almennt. Samþykkt var tillaga frá Steinari R. Jónassyni í Mjólkárvirkjun, þar sem fram kemur að Íslendingar verði að leggja miklu meiri áherslu á að finna sjálfa sig aftur eftir bankaránið. Þjóðin viti varla sitt rjúkandi ráð eða hvaðan á hana stendur veðrið.

Taldi fundurinn að það sem helst gæti hjálpað okkur núna væri að taka gömlu gildin fram á nýjan leik. Spurt var hver þessi gömlu gildi væru og var nefnt sem dæmi að það væri sparsemi, nægjusemi, hógværð, lítillæti og heiðarleiki og hætta að lifa um efni fram. En þetta voru einmitt grundvallaratriði í málflutningi Jóns Sigurðssonar þegar hann var að reyna að koma Íslendingum til manns. Það sem á hans tíma kölluðust kaupstaðarskuldir hefur á okkar tíma yfirfærst á svokölluð greiðslukort, Visa, Euro og hvað þau nú heita. Þar eyða menn og spenna á nákvæmlega sama hátt: Taka út í reikning og vita svo ekkert hvað þeir skulda fyrr en kemur að skuldadögum og fá þá sumir skuldbreytt í raðgreiðslur með fullum vöxtum! Í þessum efnum verði þeir eldri að sýna æskunni gott fordæmi.

Einn meðlimur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps er nú í háskólanámi í almennum búfjárfræðum og mun hann koma inn á svæðið af miklum krafti þegar náminu lýkur.

Mikið er nú um varg í hinu gamla víðlenda sveitarfélagi. Varpbændur kvíða vorinu, enda eru málefni óargadýra í skötulíki hér sem víðar. Maður með minkahund sést varla lengur hér vestra.

Fram kom á fundinum, að félagið skuldar engum neitt og á nokkrar krónur í sjóði. Hildigunnur Guðmundsdóttir á Auðkúlu átti að ganga úr stjórn og var hún endurkjörin gjaldkeri með öllum greiddum atkvæðum. Með henni sitja í stjórninni Hreinn Þórðarson, Auðkúlu, formaður og Hallgrímur Sveinsson, Brekku, ritari.
« Jn »
S M M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30