A A A
05.11.2015 - 06:51 | Hallgrímur Sveinsson

Þingeyri við Dýrafjörð

Þessi mynd af amerískum skonnortum í Þingeyrarhöfn er sú eina sem okkur er kunnugt um. Ef menn vita um aðrar slíkar væri gaman að frétta af því. Ljósm ókunnur.
Þessi mynd af amerískum skonnortum í Þingeyrarhöfn er sú eina sem okkur er kunnugt um. Ef menn vita um aðrar slíkar væri gaman að frétta af því. Ljósm ókunnur.
« 1 af 3 »

  Þingeyri við Dýrafjörð

     er einstaklega fallegt sjávarkauptún á Vestfjörðum, með ríka menningarlega hefð og langa sögu. Þar bjuggu alþýðlegir höfðingjar, aristókratar og þótti höfðingsbragur þar meira áberandi en víða annarsstaðar. Ein góð frú á Flateyri sagði í gamla daga að Þingeyri væri einn allsherjar veislusalur. Til samanburðar væri Flateyri eins og lítið kabinett!

  

                          Vissir þú

 

  °    að Þingeyri í Dýrafirði er einn veðursælasti staður landsins og

       garðarnir í þorpinu einhverjir þeir fallegustu á

       Vestfjörðum og þó víðar væri leitað?

 

  °    að nútíma íþróttaæfingar hér á landi hófust einna fyrst á Þingeyri?

 

  °    að amerískir lúðuveiðimenn, allt að 200 manns á ári, frá Gloucester í   

       Massachusetts, höfðu aðalbækistöð á Þingeyri frá 1885-1897?

 

  °    að þá kynntust Þingeyringar, líklega fyrstir Íslendinga,

       gúmmístígvélum og hnefaleikum?

 

  °    að afi núverandi forseta lék á sleðabásúnu um

       aldamótin á Þingeyri, í hornaflokki eða "Big band"

       þeirra tíma, einn sá allra fyrsti hér á landi?

 

  °    að Þingeyringar eru miklir húmoristar?

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30