A A A
  • 1939 - Elínbjörg Snorradóttir
13.11.2019 - 14:59 |

Styrkleiki spyr ekki um aldur!

Komdu að skemmta þér í eina klukkustund meðan þú styrkist!

Boðið verður upp á styrktar- og þolþjálfun í Íþróttahúsinu á Þingeyri á miðvikudögum kl. 17 – 18 og á laugardögum kl. 14 – 15 í 5 vikur. Námskeiðið kostar 5.000 kr. og kennari er Elena sem kemur frá Ísafirði.

Við byrjum laugardaginn 16. nóvember og verðum í 5 vikur fram til jóla.

Markhópurinn er 60+ en allir eru velkomnir og svo er miklu skemmtilegra að vera saman í hóp!

 

Markmið æfinganna er ekki að lyfta bíl (en hver veit, kannski muntu geta það eftir nokkra mánuði!) Heldur að þú getir verið ungur og heilbrigður á líkama og sál. Markmiðið er að vera sjálfstæð/ur, bera eigin matvöru eða fara í göngutúra og leika við börnin þín og barnabörn.

 

Prógrammið verður fjölbreytt, með blöndu af hjarta- og styrkþjálfum sem verða lagaðar að getu hvers og eins.

 

Hver sem er getur tekið þátt, enginn er of gamall eða „ekki nógu eitthvað“ fyrir þessar æfingar. Komdu með vinum þínum og skemmtu þér!


Skráningar fara fram í Íþróttahúsinu hjá Tobbu – eða bara í fyrsta tíma á laugardaginn 16. nóv. kl. 14.

Einnig viljum við minna á opnu tímana í Íþróttahúsinu fyrir göngu.....


Hlökkum til að sjá ykkur, maður er manns gaman.

Dýrafjarðardeild RKÍ og Íþróttamiðstöðin.

 

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30