A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
19.04.2015 - 22:06 | Lýður Árnason

Söngur fiskverkakonunnar

Lýður Árnason.
Lýður Árnason.
« 1 af 2 »

Lýðræði:
 

Þessa dagana blöskrar þjóðinni framganga ráðamanna varðandi fyrirtækið Forsvar sem fékk djobb úthlutað frá ríkinu án útboðs. Engum var boðið að borðinu nema þessu eina fyrirtæki, aðrir útilokaðir. Útkoman enda hrakleg og hrein sóun á almannafé.
Í meira en aldarfjórðung hefur sama verklag verið haft á veiðirétti á fiskimiðum þjóðarinnar. Þar úthluta ráðamenn veiðiréttinum til afmarkaðs hóps, án almenns útboðs og án þess að kanna hvort hagstæðari tilboð fáist. Þannig skal makríl nú úthlutað næstu sex árin til sjö útgerða, verðmætum upp á 90 milljarða. Ekkert er skeytt um að hámarka arðsemi eigandans, þ.e. þjóðarinnar sjálfrar, heldur vísað í þjóðhagslegan ávinning af að hafa þetta svona. En hvar er þessi þjóðhagslegi ávinningur? Er hann hjá hinni syngjandi fiskverkakonu á Akranesi eða smábátasjómanninum sem borgar útgerðunum sjö fyrir að fá náðarsamlegast að veiða makríl?

 

Fagnaðarerindi sjálfstæðisstefnunnar hefur hingað til gengið út á að velferð atvinnurekandans skili sér til hinna vinnandi stétta. En einu skilin sem íslenskur almenningur hefur séð er gljálífi, arðgreiðslur og skattaskjól. Þangað fer afraksturinn en ekki í vasa launafólks. Þess vegna er pínlegt að horfa upp á for

kólfa atvinnulífsins sem flestir eru með 3-5 milljónir á mánuði, kalla eftir hógværum launahækkunum öðrum til handa.

 

En hvernig komast menn upp með svona rugl? Er þetta ekki einmitt hópurinn sem veifar flokksskírteinum og plantar sér í allar valdamestu stöðurnar, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera? Sami hópurinn sem situr í stjórnum stórfyrirtækja og hefur forgengi umfram aðra landsmenn á vænleg viðskiptatækifæri? Sami hópurinn sem viðheldur eigin einokunaraðgengi að fiskiauðlindinni? Sami hópurinn sem gerir allt til að hamla nýrri stjórnarskrá fólksins í landinu einmitt vegna þess að hún knýr á um valdaafsal? Ný stjórnarskrá býður öllum landsmönnum til borðs, ekki bara útvöldum, og hún veitir fólkinu viðspyrnu gegn hverskonar ofríki. Þess vegna er hún þyrnir í augum þessa hóps sem gín yfir landinu, á allt, kaupir allt og ræður öllu.

 

Gróði er jákvæður en vísar líka í gróanda. Þannig á gróði að vera græðandi fyrir heildina. Forsenda þess er frjálst samkeppnisumhverfi þar sem nægjusemi dreifist á marga en óhóf ekki á fáa. Launafólki er þetta ljóst og um leið og ég óska því lukku í komandi kjarabaráttu er vert að hafa í huga að nýr samfélagssáttmáli er ykkar gjallarhorn.

 

Lýður Árnason.

Læknir og vaktstjóri Lýðræðisvaktarinnar
og f.v. læknir á Vestfjörðum

 

Frérttablaðið föstudagurinn 17. apríl 2015

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31