A A A
20.07.2015 - 07:12 | Hallgrķmur Sveinsson

Neyslubrjįlęšiš: Plastrugliš er meš ólķkindum!

3. grein

   Annað pottþétt dæmi: Við förum út í búð. Kaupum lítinn hlut sem er í þessari fínu pappaöskju. Svo er auðvitað plast eða sellofan þar utan yfir. Svo býður afgreiðsludaman okkur plastpoka. Vitanlega. Er útilokað að setja þennan litla hlut í vasann eða töskuna án þess að troða honum í plastpoka áður?

   Þriðja pottþétta dæmið: Margir brúka einnota borðbúnað í hagræðingar-og heilsubótarskyni og til að losna við uppvask. Þykir ógurlega fínt. Það er nú meiri hagræðingin. Ekki veit ég betur en íslenskir sjómenn séu einhverjir hraustustu menn undir sólinni. Sumir þeirra nota sama kaffifantinn vikum og jafnvel mánuðum saman án þess að láta sér detta í hug að skola af þeim einu sinni. Sama kannan, jafnvel ekki þvegin vikum eða mánuðum saman. Hefur einhver heyrt af því að þessir menn séu eitthvað veiklaðri en við landkrabbarnir sem drekkum úr plastmálum og hendum þeim svo?

Hvers konar plastrugl er þetta sem þjóð Jóns Sigurðssonar hefur fest sig í? 

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Maķ »
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31