A A A
  • 1953 - Şorbjörn Pétursson
  • 2000 - Şorleifur Jóhannesson
10.04.2012 - 14:25 | Bjarni Guğmundsson

Merkileg bók – um dırfirskt efni

Bjarni Guğmundsson
Bjarni Guğmundsson
Í vetur kom út bók sem heitir Undir miðnætursól - Amerískir lúðuveiðarar við Ísland 1884-1897 eftir Jóhann Diego Arnórsson. Eins og aðrar góðar bækur fór bókin ekki mjög hátt í bókaumræðu jólanna. Ég geymdi mér fram á veturinn að lesa hana.

Eins og aðrir sem vaxnir eru upp við Dýrafjörð hafði ég heyrt mikið um þessa framandi sjómenn. Til dæmis hafði það alltaf sérstök áhrif að lesa hin erlendu nöfn á legsteinunum í Sandakirkjugarði. Vertshúsið minnti á þessa tíma. Hamóna, liggjandi í fjörunni fram af skólanum, sagði líka sína sögu og las ég ekki í greinum eftir Ólaf skólastjóra Ólafsson um sitt hvað af því sem Íslendingar hefðu lært af samneyti við hina erlendu sjómenn og vist í skiprúmi með þeim?

Í bók sinni rekur Jóhann Diego rækilega margt af því sem tengdist hinum amerísku lúðuveiðurum, störfum þeirra, afdrifum og örlögum. Skipsbók lúðuveiðiskipsins Concord er afar fróðlegur kafli af mörgu merkilegu sem í bókinni er.

Saga lúðuveiðaranna er mikilvægur hluti af sögu Dýrafjarðar en Þingeyrar þó sérstaklega. Valdimar á Mýrum hefur rannsakað hana gaumgæfilega og skrifað um rannsóknina, m.a. í Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 2005, bls. 129-199. Saman gefa verkin tvenn mjög góða mynd af þessum kafla í sögu Dýrafjarðar.

Hér skal tekið undir ábendingu Valdimars í formála að bók Jóhanns Diego um það að tímabilsins sé minnst með einum hætti eða öðrum, t.d. sýningu á Þingeyri. Hún mundi fara vel í „Gamla kaupfélaginu" þegar búið verður að koma því í fyrra form. Þeir félagar hafa dregið fram efni sem orðið getur traustur grunnur að slíkri sýningu.

Það er ástæða til þess að þakka Jóhanni Diego fyrir þessa bók og hvetja alla sem áhuga hafa á sögu Dýrafjarðar og því hvernig þorpið Þingeyri mótaðist til þess að lesa hana. Bókin er góð. Það eina sem ég kvarta yfir í fari hennar er skortur á nafnaskrá og svo hefði letrið ekki mátt vera smærra.

Vestfirska forlaginu og Hallgrími á Brekku er þakkað fyrir að gefa bókina út. Það var bæði gott og þarft framtak, því til sóma.
Bjarni Guðmundsson
« Apríl »
S M Ş M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30