19.12.2018 - 11:28 | Hallgrímur Sveinsson
Leyndardómar Vestfjarða 2: Vestfirsku Alparnir
Veist þú hvers vegna skaginn milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar er stundum nefndur Vestfirsku Alparnir?
Maður var nefndur Einar Þ. Guðjohnsen, ferðamálafrömuður og fararstjóri til margra ára og kom oft með ferðahópa til Vestfjarða á sinni tíð. Eftir því sem næst verður komist mun hann fyrstur manna hafa byrjað að kalla skagann Vestfirsku Alpana,þar sem hvassbrýnd fjöllin, hornin og tindarnir á utanverðum skaganum minntu hann mjög á hin þekktu Alpafjöll suður í Evrópu.