A A A
  • 1922 - Guðmundur Magnússon
  • 1942 - Sigurður Jónsson
03.08.2018 - 14:10 | Hallgrímur Sveinsson

Krydd í tilveruna: Að ganga á vatninu

Síra Baldur í stofu á Hrafnseyri fyrir mörgum árum. Trúlega að veita einhverjum góð kristileg ráð! Ljósm. Hallgr. Sveinsson.
Síra Baldur í stofu á Hrafnseyri fyrir mörgum árum. Trúlega að veita einhverjum góð kristileg ráð! Ljósm. Hallgr. Sveinsson.

Valdimar Gíslason, æðarbóndi á Mýrum og hreppstjóri Mýrahrepps, tilkynnti að loknum nokkrum sundtökum einn morguninn í Sundlauginni á Þingeyri, að nú væri hann hættur að synda í bili. Nú ætlaði hann þess í stað að ganga á vatninu í einhvern tíma.
Þessi yfirlýsing hreppstjórans gaf tilefni til að rifja upp lítilsháttar úr Djúpinu bláa. Þannig er að það er langt á milli kirkna í sóknum þar í sveitum. Hafa sóknarprestar í Vatnsfirði þurft að nota ýmis ráð og meðöl til að komast á útkirkjurnar til að embætta  í gegnum tíðina.

Frá því er svo að segja, að eitt sinn fyrir mörgum árum voru menn nokkrir að ræða við sóknarherrann til Vatnsfjarðarþinga, síra Baldur heitinn Vilhelmsson. Barst talið m. a. að því að kirkjuvegir væru langir og oft torsóttir í Djúpinu. Prestur tók undir það og fór nokkrum vel völdum orðum um vestfirska vegakerfið almennt og hina dreifðu byggð í sóknum sínum. Greip þá einn viðmælenda hans fram í og spurði kankvíslega:

„Já, en af hverju styttir þú þér ekki leið um sóknirnar og gengur á vatninu eins og Kristur forðum?“

  
Séra Baldur var snöggur til svars að vanda:


„O, þeir höfðu nú léttara skótau í þá daga, góði.“

                                         
Hallgrímur Sveinsson

 
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31