A A A
Hannibal Valdimarsson.
Hannibal Valdimarsson.

„Það sem reitt hafði Hannnibal til reiði var að Lýður ýjaði að tvískinnungshætti milli þingmannsins, sem hafði beitt sér fyrir vegarspottanum, og formanns verkalýðsfélagsins, sem hafði lagt blessun sína yfir verkfallið. Hannibal sagðist ekki taka við neinum skipunum frá útsendara vegamálastjóra í þessu máli. Verkstjórinn gæti sjálfur beitt sér fyrir því að leysa verkfallið með því að ganga að sanngjörnum kröfum verkamanna. Lýður lét sér hvergi bregða.

   Ég fyrtist við fyrir hans hönd út af skorti Hannibals á gestrisni og mannasiðum og spratt upp og strunsaði út. Mér þykir hins vegar allt eins líklegt að útganga mín hafi með öllu farið framhjá deiluaðilum. Seinna sannspurði ég að Lýður hefði haldið áfram fortölum sínum eins og ekkert hefðií skorist. Allavega náðu þeir málamiðlun um kröfur vegagerðarmanna og verkfallið leystist.

   Var Hannibal að gera sér upp reiðikast til að skapa sér betri samningsstöðu? Ég held ekki. Ég held að ég hafi séð þarna framan í Baskann sem skaust með dularfullum hætti inn í ættir okkar á Ströndum og óljósar sögur fara af. Bæði Hannibal og Finnbogi Rútur, bróðir hans, voru á yngri árum svartir á hár og skegg og skaphöfn þeirra meira að hætti Miðjarðarhfasbúa en mörlandans.“  

                                 (Kolbrún Bergþórsdóttir Tilhugalíf bls. 22-23 Vaka Helgafell 2002) 

« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31