A A A
  • 1933 - Hulda Friđbertsdóttir
  • 1964 - Ingi Jón Jóhannesson
  • 1966 - Róbert Daníel Kristjánsson
Hannibal Valdimarsson.
Hannibal Valdimarsson.
« 1 af 2 »

„Hannibal var fæddur í Arnardal við Skutilsfjörð og átti í föðurætt ættir að rekja á Norðurstrandir en móðurætt hans var úr Djúpinu. Hann var meira en meðalmaður á hæð, tággrannur ef ekki þvengmjór framan af ævi eftir myndum að dæma. Hann var vel á sig kominn líkamlega, hvikur í spori og stæltur og svo stálhraustur að enginn í fjölskyldunni minnist þess að honum hafi nokkru sinni orðið misdægurt. Hann var ákafamaður í lund og snar í snúningum. Hann gekk ekki heldur hljóp við fót því manninum lá mikið á. Lítill snáði, sem hann leiddi við hönd sér um götur Ísafjarðar, varð að vera á harðahlaupum til þess að halda í við þennan hraðskreiða kappsiglara.

   Skapsmunirnir minntu stundum á hver: Hann gat gosið upp, jafnvel af minnsta tilefni, en var jafnfljótur að gleyma. Ennþá situr mér í minni dálítil dæmisaga um skaphöfn Hannibals. Einhverju sinni kom í heimsókn Lýður Jónsson, yfirvegavinnuverkstjóri á Vestfjörðum. Lýður átti það erindi við Hannibal að biðja hann sem formann verkalýðsfélagsins (eða forseta ASV) að aflétta verkfalli vegavinnumanna í Djúpinu.

   Móðir mín bauð þeim til borðstofu og bar þeim súpu í forrétt. Mér var boðið að sitja til borðs af því ég var sérstakur skutilsveinn Lýðs við vegamælingar. Þeir voru varla fyrr farnir að bergja á súpunni en Lýður benti þingmanninum á að héldi verkfallið mikið lengur áfram undir forystu verkalýðsforkólfsins, myndi fjárveitingin í kjördæmið einfaldlega falla niður og vera færð í verkefni annars staðar. Það skipti engum togum að Hannibal spratt úr sæti sínu, skellti hnefanum í borðið svo súpuskálarnar dönsuðu fram og til baka og súpuskál gestsins féll í kjöltu hans með sjóðheitu innihaldinu."  

                       (Meira seinna)

                                          (Kolbrún Bergþórsdóttir Tilhugalíf bls. 22 Vaka Helgafell 2002) « Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31