A A A
  • 1922 - Guðmundur Magnússon
  • 1942 - Sigurður Jónsson
01.05.2017 - 10:13 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Í tilefni dagsins 1. maí 2017: - Peningalausa þjóðin sem á allt til alls

Frá 1. maí göngu á Ísafirði 2016. Ljósm.: Júlía Björnsdóttir.
Frá 1. maí göngu á Ísafirði 2016. Ljósm.: Júlía Björnsdóttir.

Það er einkennilegt þetta sífellda peningaleysi á okkur Íslendingum. Því meira sem við eignumst af peningum, þess meira vantar okkur! Hér á landi virðist allt vera komið að þolmörkum eða jafnvel yfir þolmörk. Það vantar peninga til alls: Heilbrigðiskerfið, leikskólinn, grunnskólinn, háskólarnir, vegakerfið, innviðir ferðamennskunnar, lögreglan, Þjóðkirkjan. Bara nefndu það. Þetta er allt meira og minna að hruni komið segja margir spekingar. Allir að drepast úr peningaleysi!

Jæja. Þetta leiður hugann að því að Íslendingar mestu bruðlarar í heimi hér. Þeir sem viðurkenna þetta eru auðvitað eitthvað klikkaðir. Við kunnum ekki að forgangsraða. Vitum ekkert hvað það orð merkir. Svo eiga allir að ganga í háskóla. En þar virðist nemendum ekki kennd slík einföld fræði. Allt virkar þetta á múgamanninn sem einkennileg speki: Endalausar kröfur, helst til annarra. Það er tíska dagsins og hefur verið lengi.

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31