A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
29.03.2010 - 23:38 |

Góðverk

Börnin á Laufási með flöskurnar sem þau söfnuðu.
Börnin á Laufási með flöskurnar sem þau söfnuðu.
« 1 af 4 »
Við höfum verið að vinna með lífsleikni verkefni sem heitir Hjálpfús. Hjálpfús er strákur hjá Rauða Krossinum og kennir börnunum hversu mikilvægt það er að rétta öðrum hjálparhönd þegar eitthvað bjátar á. Þið þekkið hann kannski þar sem hann hefur verið í Stundinni okkar. Þetta námsefni fellur undir aðalnámskra leikskólans um Lífsleikni - til aukins tilifnninga- félags- og vitsmunaþroska, aukins samkenndar og samstöðu.

Við höfum einnig verið að ræða um umhverfið okkar og mikilvægi þessa að halda því hreinu. Farið var í ferð þar sem við vorum að hreinsa til í umhverfinu og fundum m.a. nokkrar plastflöskur og dósir. Umræðan spannst um hvað væri rusl og hvað ekki, einnig um hvað sé brennanlegt og hvað ekki. Flöskur og dósir eru að sjálfsögðu ekkert annað en peningar. Okkur langaði að fylgja þessari umræðu eftir, að búa til peninga úr þessum flöskum og að láta gott af okkur leiða og auka samkennd barnanna á sama tíma. Foreldrar lögðu okkur lið og gáfu okkur fleiri flöskur í verkefnið. Kærar þakkir.

Nú höfum við farið í björgunasveitina Dýra með flöskurnar og þar tók hann Kristján á móti okkur og sýndi okkur húsið, bílinn og bátinn sem við fengum að prófa að fara í. Einnig fengum við að prófa hjálmana. Kristján tók við flöskunum sem við höfðum flokkað í gler, plast og dósir. Hann reiknaði út fyrir okkur upphæðina og lét okkur hafa miða.

Svo fórum við í Sparisjóðinn og hittum fyrir Ingibjörgu, Kristínu gjaldkera og Gunnhildi póstbera. Ingibjörg var svo góða að taka við miðanum og breytti honum í peninga. Við höfðum safnað 2.878 krónum.

Þá var að fara í Rauða Krossinn með peningana. Þorbjörg og Jón Reynir tóku mjög vel á móti okkur, eins og allir aðrir sem við hittum. Þau ræddu við okkur um starfsemina, hvað Rauði Krossinn gerir og hvernig hún hjálpar öðrum sem þurfa. Þau gáfu hverju okkar nælu af Hjálpfúsi, sem við þekkjum svo vel. Einnig gáfum þau leikskólanum geisladiskinn Úr vísnabók heimsins, þar sem íslensk börn syngja vísur og þjóðlög frá 18 löndum á 15 tungumálum. Við létum þau hafa peningana og bárum fram ósk barnanna að börnin á Haítí fengu að njóta þeirra.

Með kærri kveðju, börn og starfsfólk á Laufási, ÞIngeyri
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31