A A A
18.11.2010 - 10:37 | Sigurđur Arnfjörđ

Flöt lćkkun lána er leiđrétting á rántöku lánastofnana

Sigurđur Arnfjörđ
Sigurđur Arnfjörđ
Mikið hefur verið í umræðunni uppá síðkastið hinar ýmsu leiðir til að koma á móts við lántakendur vegna bágrar stöðu þeirra. Ég ætla með þessum pistli mínum ekki eiða miklu púðri í hverja þeirra fyrir sig. Heldur einblína á þá leið sem ég tel gæta mest réttlætis fyrir alla lántakendur. Það er flöt lækkun lána. Það er nú þannig í pottinn búið hér á Íslandi að verðtryggð lán þykir eðlilegur viðskiptamáti. Slíkt þekkist hvergi annars staðar í hinum vestræna heimi nema hér.

Mér er í fersku minni þegar ég sat í einum af mínum fyrstu Finance (Fjármálafræði) tímum í námi mínu í USA árið 2002. Í þeim tíma var prófessorinn Dr. Pepper (já sama nafn og hinn frægi gosdrykkur) að taka fyrir á töflu eitt dæmi með útreikning lána. Ég rétti upp hendina þar sem mér sýndist hann vera að gleyma stórum parti í útreikningi þessa láns en það var verðtrygging. Þar sem þetta orð er svo lítið notað í ensku máli þá þurfti ég að fletta því upp í orðabók minni áður en ég gat borið upp spurningu mína sem var þessi:

„Afsakaðu Dr Pepper en ertu ekki að gleyma verðtryggingu í útreikningum þínum"?

Hann sneri sér önugur á svip við og sagði; „verðtrygging á lán þekkist ekki nema í einhverjum bananalýðveldum suður ameríku". Ég svaraði með veikri og skömmustulegri röddu „jú líka á Íslandi". Hann tók sér hlé frá kennslu og fór að ræða við mig fyrir framan allan bekkinn hvort þetta gæti virkilega verið rétt. Svo klikti hann út með því að segja „þorir einhver á Íslandi þá að taka lán"?

Við Íslendingar vitum það jú að við höfum þorað því heldur betur að taka lán og súpa nú lántakendur seiðið af því. Ég vil kalla þetta múgsefjun og heilaþvott að almenning í landinu þyki eðlilegt að taka þessi lán. Það er nú ekki mikið annað í boði heldur.

Ríkistjórn Íslands setti á með lögum árið 1978 verðtryggingu lána (http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1590) til bjargar bönkunum, já taktu eftir til bjargar bönkunum þá. Verkalýðsforustan samþykkti þann gjörning gegn því að á sama tíma yrði sett á verðtrygging launa. Verðtrygging launa var tekin af skömmu síðar, almenningur í landinu situr enn uppi með verðtryggingu lána nú rúmum 30 árum síðar. Ég vil meina að hluti af slæmri stöðu fólks á Íslandi er tilkominn vegna lélegrar verkalýðsforustu sem einblínir á að tína upp aurana í samningaviðræðum sínum og yfirsést allar krónunar í kringum sig.

Getið þú lesandi góður ímyndað þér hvað lántakendur á íslandi eru búnir að borga í ósanngjarna verðtryggingu öll þessi ár?

Síðan að hrunið varð hér á Íslandi haustið 2008 þá hafa lán almennings í landinu hækkað um rúm 20%, það að lækka þau ÖLL um 20% er ekkert annað en leiðrétting á á rántöku lánastofnana frá hruni. Það eina sem lánastofnanir þurfa að gera í sínum bókum er að afskrifa aftur óréttmætan hagnað sinn með þessum „bananalýðveldis" gjörningi sem verðtrygging lána er.

Það sem að ríkisstjórn okkar ætti síðan að gera er að lækka í aföngum verðtryggingu allra lána og afnema hana með öllu á 3-4 árum. Það yrði ein mesta kjarabót sem almenningur í landinu gæti fengið og er eitthvað sem verkalíðsforustan á Íslandi ætti að beita sér fyrir.

Ísland lengi lifi......þó eingöngu gegn því að almenningur lifi af.

Sigurður Arnfjörð er hótelstjóri á Hótel Núpi í Dýrafirði
« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31