A A A
  • 1982 - Sveinbjörn Halldórsson
21.05.2009 - 11:22 | Hallgrímur Sveinsson

Dýrfirðingurinn Jóhanna Guðrún Jónsdóttir

Jóhanna Guðrún í flotta kjólnum sínum.
Jóhanna Guðrún í flotta kjólnum sínum.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, sem þessa dagana yljar okkur um hjartarætur, er Dýrfirðingur, ættuð í föðurættina frá Múla í Þingeyrarhreppi. Fyrir utan sönghæfileikana er öll hennar framkoma svo hógvær og skemmtileg, að eftir er tekið. Hún vekur hamingju og gleði með þjóðinni eins og Morgunblaðið komst svo skemmtilega að orði um daginn.

Á fyrri hluta 20. aldar bjuggu á Múla í Þingeyrarheppi Jón Samsonarson og kona hans Ragnheiður Guðjónsdóttir. Þeirra dóttir er Jóhanna, sem giftist Sverri Helgasyni, ættuðum úr Arnarfirði. Einn bræðra hans var Júlíus Helgason í Neista á Ísafirði, sem margir muna enn eftir. Þeirra sonur er Jón Sverrir, faðir Jóhönnu.

Móðir Jóhönnu Guðrúnar er Margrét Steindórsdóttir. Hennar foreldrar Steindór Guðjónsson og Guðrún Guðjónsdóttir. Foreldrar Steindórs Guðjónssonar voru Guðjón Brynjólfsson frá Stykkishólmi og Sigríður Steindórsdóttir frá Ásgeirsá við Blönduós. Foreldrar Guðrúnar Guðjónsdóttur voru þau Guðjón Guðmundsson, sem var alinn upp í Kjós og Ólöf Bjarnadóttir frá Grundarfirði.

Þetta er heilmikil ættfræði, birt með fyrirvara.
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31