A A A
  • 1933 - Hulda Frišbertsdóttir
  • 1964 - Ingi Jón Jóhannesson
  • 1966 - Róbert Danķel Kristjįnsson

Margblessaður Bogi minn.

Héðan er allt gott að frétta. Jeg vona að þið hafið það gott. Ertu ekki búinn að taka útsæðið frá? Nú er hún Arna komin úr Breiðhillunni, þannig að maður þarf ekki að fara þangað oftar í haust! Hún var nú bara komin niður í Þorbjarnardalskjaftinn um daginn þegar Gunnsi mokaði. Þeir eru seigir, Ketilseyrarfeðgar og hundurinn Lækur. Og svo lentu Bjössi og Mangi líka í smalamennskunni út að Kúlu. Sú stutta er komin á tíunda vetur og lítur bara vel út að sögn, ásamt svörtu gimbrinni sinni og þessum veturgömlu tveim sem voru þarna uppi með þeim.

Jæja. Farið var í kröfugöngu í Auðkúluhreppi á Kvennadaginn. Nema hvað. Gengið var frá Kaupfélaginu út að Tjaldanesi og aftur til baka. Komið var við í skógarreitnum í Parti og drukkið þar kaffi og með því. Lesa mátti á spjöldunum til dæmis þetta: Niður með prósentuhækkanir; Upp með hæstu launin; nei, fyrgefðu, ég meina sko lægstu launin.

Svo var bara farið heim. Svo koma hagkerfiskólnunarlaunahækkanirnar. Nýyrði eins og þú veist góði.

Hann Atli Fannar hjá honum Gísla Marteini á fáa sína líka. Manstu hvað hann sagði?

Forstjóri Íslandspósts 43% launahækkun á innan við ári.

Forstjóri Landsnets 37% launahækkun milli ára.

Bankastjóri Landsbankans 82%.

Forstjóri Ísavía 43%


Milljónir á milljónir ofan. En hann gleymdi náttúrlega að nefna alla bitlingana. Ekki veitir því af blessuðu fólkinu. Þetta lepur dauðann úr skel eins og þú veist. Bankaráð Landsbankans: Hún átti að fá þetta, er rökstuðningur aldarinnar. Og Alþingi og Ríkisstjórn, sem bera ábyrgð á öllu ruglinu, eru búin að gulltryggja sig fram á grafarbakkann og jafnvel yfirum. Að þeir skuli ekki hafa vit á að fara eftir heilræðum almennings með Styrmi Gunnarsson í fararbroddi, er í einu orði sagt óskiljanlegt. Þeir sem hafa og eiga allt verða náttúrlega að fá meira. Það segir sig sjálft!

Upp með hæstu launin! Nei, sko ég meina lægstu launin, djöf.

Vertu svo kært kvaddur og allt þitt fólk og kisa-kis.
Það biddu allir að heilsa.
St. Grímur.

« Maķ »
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31