A A A
  • 2000 - Dagur Ernir Steinarsson
  • 2000 - Birna Filippía Steinarsdóttir
05.03.2019 - 10:36 | Hallgrímur Sveinsson

Bréf úr sveitinni: Hækkum lægstu launin og lækkum þau hæstu!

Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur Sveinsson

Kæri Bogi.

Jeg vona að þið hafið það gott. Takk fyrir bréfið. Héðan er allt gott að frétta. Kartöflurnar komu nú ekki nógu vel út hjá okkur í fyrra. Þetta var tómt myr. Nú þykist sextettinn Við bræðurnir og Gaui ætla að fara að halda einhverja söngskemmtun, þó þeir kunni nú varla nein alminleg lög. Svo getur einn þeirra aldrei lært texta og ruglar öllu saman. Þjóð og fljóð og svoleiðis. Svo þekkir hann ekki einu sinni muninn á dúr og moll! Er ekki gamla konan hress? Og kisa kis. Hún er alltaf svo falleg. Fara ekki bráðum að koma kettlingar?

Jæja. Sko. Hér kemur alvaran:
Nú standa yfir kjaraviðræður í Reykjavíkar. Það er skrýtið orð. Hún er snarvitlus þessi stelpa þarna fyrir sunnan. Hún heimtar bara að við hækkum laun þeirra lægstlaunuðu. Og það í kólnandi hagkerfi. Veit manneskjan ekki að þá fer allt til andskotans? Þjóðarskútan strandar einfaldlega. Hvað gerir skipstjórinn þá?

Það er greinilegt að manneskjan veit ekkert hvað sum hugtök þýða. Kólnun í hagkerfi og jeg tala nú ekki um hagvöxt. Jeg veit að þú veist þetta. En veistu nokkuð hvað orðið hagkerfiskólnunarlaunahækkun þýðir? Nei, jeg vissi það. Það merkir einfaldlega að þeir sem hafa nóg og þurfa ekki meira, fá margfaldar launahækkanir alltaf þegar þeim dettur í hug. Fleyta rjómann ofan af þó það rigni eldi og brennisteini í hagkerfinu. Launahækkanir þessi misserin til þeirra sem sitja við kjötkatlana okkar má vel kalla hagkerfiskólnunarlaunahækkanir. Nýyrði góði eins og síra Baldur hefði sagt.

En í fullri alvöru, Bojsi minn. Við megum ekki missa þann fjanda, Verkfallsdrauginn, úr böndum. Það tapa allir á því. Hér áður fyrr voru hinir bestu menn oft kallaðir til ráðagerða ef vanda bar að höndum. Síðu-Hallur og þeir. Spurning hvort það sé ráð núna. En eitt er pottþétt: Við verðum að hækka lægstu launin og lækka þau hæstu á móti! Það er bara þjóðarnauðsyn. Þeir sem
hafa nóg þurfa ekki meira. Þess vegna ættu þeir að þegja núna eða halda kjafti eins og við strákarnir sögðum í gamla daga eins og þú manst. Þrjú hundruð þúsund kr. maðurinn verður lífsnauðsynlega að fá hækkun. Hvaðan sem hún

kemur. Og niður með prósentuhækkanir! Það er víst marg búið að samþykkja það í Þingeyrarakademíunni!

Vertu svo kært kvaddur.
Stóri Grímur.

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30