A A A
06.11.2015 - 21:57 | BIB,Emil Ragnar Hjartarson

" Þið berið Magnús Amelín ekki á vinstri kantinum síðasta spölinn"

Þingeyrarkirkja.
Þingeyrarkirkja.

Útför Magnúsar Amilín á að hefjast frá Þingeyrarkirkju eftir nokkra stund. Ég stend á stétt framan við kirkjudyr, á að spila á orgelið, kvíði engu því kirkjukórinn er vel æfður. Tómas skólastjóri sá um æfingar af sinni kunnnu snilld og söngfólk hið ágætasta.

Það á að bera kistu Magnúsar frá kirkju í grafreit. Það hafði rignt og pollar á veginum. Líkmenn ráðgast um á hvorum vegkantinum sé þurrara undir fæti og eru ekki sammála. Ég kveð upp Salomonsdóm í málinu: " Þið berið Magnús Amelín ekki á vinstri kantinum síðasta spölinn"

Það sló þögn á hópinn.

Engin andmæli og málið útkljáð.

 

Af Facebook-síðu Emils R. Hjartarsonar.

« Júní »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30