A A A
Kirkjugarðurinn á Þingeyri er einstaklega snotur garður, gróinn og hlýlegur. Garðurinn ber þess merki að vel sé um hann hirt, en árlega taka bæjarbúar sig saman og snyrta garðinn. Hin árlega vorhreinsun kirkjugarðsins verður haldin nú á uppstigningardag, 10. maí, og hefst vinnan kl. 10:00. Fyrir þá sem hyggjast taka þátt er gott að muna eftir viðeigandi verkfærum s.s. hljóbörum, skóflum, strákústum, hrífum og hverju öðru sem komið getur að góðum notum.

Nú er vonandi vorhretum lokið og hlýindi framundan svo notaleg útivera og garðvinna er kjörin fyrir alla aldurshópa. 

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30